Sýningar

Opið er fyrir umsóknir vegna listsýninga í fjölnotasal á aðalsafni Bókasafns Kópavogs á árinu 2019.

Sýningaraðstaðan er endurgjaldslaus og stendur hver sýning yfir í einn mánuð. Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á fyrirhugaðri sýningu ásamt mynd(um) af verkum umsækjenda.

Umsóknareyðublað má nálgast hér og skal senda á Rögnu Guðmundsdóttur, deildarstjóra listgreina ragnag@kopavogur.is, fyrir 15. október 2018.


Hér má nálgast reglur um sýningarhald í fjölnotasal aðalsafns.

Nánari upplýsingar veitir Ragna Guðmundsdóttir, deildarstjóri listgreina ragnag@kopavogur.is