Rafbókasafnið

Til að skrá þig inn þarft þú gilt lánþegaskírteini og lykilorð (sem er ekki það sama og PIN-númerið í sjálfsafgreiðsluvélar).
Nýtt lykilorð má útbúa á leitir.is, með því að smella á þennan hlekk.

Safnið finnurðu á rafbokasafnid.is og þar er einfalt skráningarferli. Nota þarf númerið á bókasafnskortinu og lykilorðið til þess að virkja aðganginn. Ath: ekki er hægt að nota kennitölu við innskráningu, heldur er nauðsynlegt að nota númerið á bókasafnskortinu. Til þess að nota Rafbókasafnið í síma eða í spjaldtölvunni mælum við með appinu Libby sem er frítt á iTunes, Google Play (Android) og í verslun Microsoft Store (Windows 10)

Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum forritum til þess.

Útlánatími og fjöldi bóka

Hverja bók má hafa að láni í 7, 14 eða 21 dag. Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr. Ef enginn er að bíða eftir að bókin losni getur þú framlengt lánstímann, sá möguleiki opnast 72 klukkustundum áður en bókinni er skilað sjálfkrafa. 

Þú getur haft 10 bækur að láni í einu og sett inn 15 frátektir.

Libby appið

Á Facebook-síðu Rafbókasafnsins má finna ítarlegar skref-fyrir-skref leiðbeiningar fyrir Libby appið! Hægt er að lesa rafbækur og hlusta á hljóðbækur í Libby appinu sem til er fyrir iOS, Android og Windows 10 síma og önnur snjalltæki og má nálgast það í Play Store (Android), App Store (iOS) og hjá Microsoft (Windows 10).

Libby byggir á rafbókaveitunni OverDrive sem einnig er hægt að nota á appformi ef Libby hentar notandanum ekki. 

Lesbretti

Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á þeim lesbrettum sem notast við ePub formið. Þetta eru flestar gerðir lesbretta aðrar en Kindle. Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Kindle lesbrettum að Kindle Fire undanskildu.

Ef ætlunin er að lesa rafbók á lesbretti þarf að stofna Adobe ID-aðgang og hlaða niður Adobe Digital Editions forritinu á tölvu.

Bókinni er svo hlaðið niður í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um Rafbókasafnið má fá á bókasafninu í síma 441-6800 eða í tölvupósti bokasafn@kopavogur.is. Ábendingar eru einnig vel þegnar.

rafbokasafnid_0.jpg