Um safnið

Bókasafn Kópavogs er vettvangur bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér úrval bóka, tímarita og mynddiska.

Safnkosturinn er lifandi og tekur mark af síbreytilegum þörfum gesta.

Starfsemin er fjölbreytt; tekið er á móti hópum allt árið og meðal fastra liða á bókasafninu eru sögustundir, fyrirlestrar, leshringir og handavinnuklúbbur.

Safnið er hluti af Menningarhúsum Kópavogs og er aðalsafn þess í Hamraborg 6a og útibúið Lindasafn í Núpalind 7.

Bókasafn Kópavogs er í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar og Bókasafn Hafnarfjarðar. Samstarfið er á þá leið að hafi lánþegi gilt skírteini í einu safnanna getur hann fengið lánað efni á þeim öllum.