Í húsnæði Bókasafns Kópavogs eru tvö fundarherbergi og tveir fjölnotasalir.
Fjölnotasalur
Fjölnotasalurinn á 1. hæð rúmar um 60-70 einstaklinga í sæti, er með skjávarpa og hljóðkerfi og er leigður út samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
Reglur um fjölnotasal: | Fjölnotasalur er eingöngu leigður út á afgreiðslutíma safnsins. | Fjölnotasalur er eingöngu leigður út í heilar klukkustundir. | Afnot af skjávarpa, fartölvu og hljóðkerfi er innifalið í leigu á fjölnotasal. | Uppröðun borða og stóla er innifalin í leigu á fjölnotasal. | Leigutaki getur keypt kaffi en kaffiveitingar þarf hann að koma með. Hægt er að fá vatnskönnur og glös endurgjaldslaust. | Leigutaki skilar fjölnotasal af sér eins og hann tekur við honum. | Gangið vel um fjölnotasalinn!
Athugið að panta þarf uppröðun í fjölnotasal, fartölvu, kaffi og vatn um leið og salurinn er bókaður.
Huldustofa á 3. hæð rúmar um 20-30 einstaklinga í sæti, er með skjávarpa og hljóðkerfi og er leigð út samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
Reglur um fjölnotasal: | Huldustofa er eingöngu leigð út á afgreiðslutíma safnsins. | Huldustofa er eingöngu leigð út í heilar klukkustundir. | Afnot af skjávarpa, fartölvu og hljóðkerfi er innifalið í leigu á Huldustofu. | Uppröðun borða og stóla er innifalin í leigu á Huldustofu. | Leigutaki getur keypt kaffi en kaffiveitingar þarf hann að koma með. Hægt er að fá vatnskönnur og glös endurgjaldslaust. | Leigutaki skilar Huldustofu af sér eins og hann tekur við henni. | Gangið vel um Huldustofu!
Athugið að panta þarf uppröðun í Huldustofu, fartölvu, kaffi og vatn um leið og stofan er bókaður.