Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins

Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins í Kópavogi hefst á laugardaginn kemur, 21. Janúar 2017, en þann dag verða 100 ár liðin frá fæðingu Jóns úr Vör fyrsta bæjarbókavarðar Kópavogs.
Dagar ljóðsins standa í rúma viku og fjölmargir viðburðir fyrir alla fjölskylduna verða á hátíðinni í Menningarhúsunum í Kópavogi. Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn laugardaginn 21. janúar í Salnum og einnig verða afhent verðlaun og viðurkenningar í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Á Bókasafni Kópavogs hefur sýning um Jón úr Vör verið sett upp, en hún kom frá Mynda- og sögusafni Vestur-Barðastrandarsýslu á Patreksfirði fæðingarbæ Jóns úr Vör þar sem Jón orti mjög fallega til heimaslóðanna héðan úr Kópavogi. Jón bjó og starfaði lengst af í Kópavogi. Á sýningunni verður einnig hægt að setjast niður í Jónsstofu, þar sem verða til sýnis allar bækur Jóns sem Jóhann Þ. Guðmundsson hefur bundið inn og einnig verður hægt að blaða í bókum úr einkabókasafni Jóns, sem ættingjar hans gáfu safninu. Á aðalsafni hefur einnig verið sett upp ljóðlistaverk eftir Hörpu Dís Hákonardóttur.
Í fjölskyldustund laugardaginn 21. janúar verða ljóða tónleikarnir Ég sá sauð í Salnum og ritsmiðjan Búum til bók á Bókasafni Kópavogs. Á Þriðjudaginn 24. janúar kemur Jón Yngvi Jóhannsson til okkar á aðalsafn Bókasafns Kópavogs og heldur erindið Eftir flóðið þar sem hann gengur fjörur jólabókaflóðsins 2016.
 Ljóðahátíðin hefur ýmsar aðrar birtingarmyndir, til dæmis verður ljóðalestrarkvöld í Garðskálanum kl. 20 fimmtudaginn 26. Janúar þar sem hægt veður að hlýða á ferska strauma í íslenskri ljóðagerð – og jafnvel stíga á stokk sjálfur.
 Bókasafn Kópavogs ber hlýjan hug til Jóns en hann var einn að hvatamönnum að stofnun safnsins og fyrsti bæjarbókavörður Kópavogs eins og fram hefur komið. Haldið verður honum til heiðurs  málþingið Jón úr Vör – skáld Þorps og þjóðar sem verður klukkan eitt, laugardaginn 28. janúar í Salnum. Þar munu stíga á stokk bæði skáld og fræðimenn sem munu ræða um Jón frá ýmsum hliðum, Þorsteinn frá Hamri mun ávarpa þingið, Frímann Ingi Helgason og Þóra Elfa Björnsdóttir munu varpa upp myndum úr lífi skáldsins og spjalla um það, Hjörtur Pálsson mun ræða um kynni sín af skáldbróður sínum, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson mun tala um skáldskap Jóns og Fríða Ísberg, ung skáldkona, mun flytja Jóni kveðju. Einnig verður sýnd stutt heimildarmynd Marteins Sigurgeirssonar um skáldið.
Jón úr Vör
Jón úr Vör fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917 en starfaði lengst af í Kópavogi þar sem hann var hvatamaður að stofnun bókasafnsins og síðar fyrsti bæjarbókavörður bæjarfélagsins. Jón starfaði að menningarmálum með ýmsum hætti, var til dæmis bæði bóksali og ritstjóri, en fyrst og fremst var hann brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð. Fjölmargar ljóðabækur hans lifa með þjóðinni og ber þá helst að nefna óð hans til æskustöðvanna, ljóðabálkinn Þorpið. Jón úr Vör lést 4. mars árið 2000 og frá árinu 2002 hefur Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar afhent Ljóðstaf Jóns úr Vör á fæðingardegi skáldsins.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
maí
01
jún
08:00

Plöntuskiptimarkaður

Aðalsafn
28
maí
29
maí
30
maí
01
jún
03
jún
08
jún
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
jún
05
jún
11
jún
12
jún
18
jún
19
jún

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað