Jakobína og Rúna láta af störfum hjá Bókasafni Kópvogs.
Ákveðin tímamót urðu í sögu Bókasafns Kópavogs síðastliðinn föstudag, 16. júní, þegar Jakobína Ólafsdóttir, deildarstjóri þjónustu, og Rúna Bjarnadóttir, bókavörður, létu af störfum. Jakobína hefur unnið á bókasafninu í rúman aldarfjórðung eða allt frá árinu 1989 og Rúna frá árinu 2003 og við getum með sanni sagt að samstarfsfólk, lánþegar og aðrir gestir koma til með að sakna þeirra mikið.
Bókasafnið þakkar þeim innilega samstarfið og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.
Hér er mynd af þeim stöllum úr kveðjuhófi sem haldið var þeim til heiðurs.
Birtist einnig í Kópavogspóstinum.