Lestrarganga í Kópavogi

Lestrarganga í Kópavogi hefur opnað og er hún samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Gangan á sér hliðstæðu á Akureyri þaðan sem hugmyndin er komin og hafði Barnabókasetrið forgöngu um að varða 3 km gönguleið í Akureyrarbæ bókmenntatextum fyrir alla fjölskylduna.
Kópavogsútgáfan af lestrargöngunni markar leiðina frá Leikskólalundi við Digraneskirkju í gegnum Kópavogsdalinn að aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Skemmtilegar járnbækur með textabrotum úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar hafa verið settar á ljósastaura í þægilegri lestrarhæð. Gangan fléttar því saman útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Á Akureyri eru bækurnar 26 talsins en 6 titlar bætast í hópinn hér fyrir sunnan. Sumar bækurnar munu foreldrar kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkti verkefnið og öll vinnsla járnbókanna var í höndum prentsmiðju og stálsmiðs á Akureyri. Bækling um gönguna má nálgast á Bókasafni Kópavogs og nánari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu safnsins undir fræðsla. 
Myndin sem fylgir er frá opnun göngunnar sem fór fram föstudaginn 18. ágúst. Góður hópur fólks þræddi Kópavogsdalinn í sólskininu, en hluti þeirra rithöfunda sem eiga bækur í göngunni var viðstaddur opnunina og nutu bæði menn og dýr veðurblíðunnar í dalnum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

29
nóv
29
nóv
29
nóv
12:15

Leslyndi með Guðrúnu Evu

Aðalsafn
30
nóv
10:00

Matvendni barna

Aðalsafn
30
nóv
02
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
02
des
02
des
06
des
06
des
20:00

Krimmakviss í Kópavogi

27 Mathús & bar. Víkurhvarfi 1
07
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
13
des

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner