Aðventan á bókasafninu

Bókasafn Kópavogs leggur sig eftir því að hafa notalega stemningu á safninu vikurnar fyrir jól.
„Það er auðvitað mikill handagangur í öskjunni í bókabransanum þessar vikur,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður safnsins. „Hér er verið að kaupa bækur, skrá bækur, tengja bækur, plasta bækur og hringja út frátektir frá morgni til kvölds. Það er því mikilvægt að ná ákveðinni ró í dagskránni til mótvægis, því ekki vill maður missa þennan besta tíma ársins út í stress og hasar. Til dæmis höfum við undanfarin ár fengið nemendur frá nágrönnum okkar, Tónlistarskóla Kópavogs, til þess að spila jólatónlist fyrir gesti hérna á miðjum dögum. Það gleður bæði gesti og starfsfólk þegar allt í einu birtast ungir tónlistarmenn og hefja flutning.“
Auk aðventuhátíðar Kópavogsbæjar, hefðbundinnar dagskrár um jólaköttinn fyrir leikskólabörn, fastra viðburða og upplestrardagskrár að kvöldi til hafa líka verið ýmsir aðrir viðburðir á safninu. „Við höfum verið með jólaföndur, handavinnuklúbburinn okkar fékk kennslu við að hekla snjókorn og svo voru erindi um bæði jólastressið og jólamatinn á Lindasafni. Einnig hafa höfundar fengið að bjóða til stofu hérna á aðalsafni.“
Dagskrárröðin Höfundar bjóða í heimsókn var nú í desember en þar var höfundum nýrra bóka í flóðinu boðið að koma og lesa upp úr bókum sínum. „Það var mjög skemmtilegt,“ segir Lísa. „Það voru fjölbreyttir upplestrar svo maður heyrði úr bókum sem maður hefði ekki endilega dottið um annars. Ég fann til dæmis bók sem ég ætla að gefa manninum mínum í jólagjöf!“
Næstkomandi laugardag, 16. desember, verður jólabíó á aðalsafni, en eftir það fer að draga úr viðburðum. „En við erum mikið til búin að skipuleggja árið 2018 nú þegar,“ segir Lísa. „Við ætlum til dæmis að byrja árið með því að hafa hádegisjógað okkar vinsæla tvisvar í viku í janúar. Það veitir ekkert af því í svartasta skammdeginu!“
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
ágú
11:00

Get together

Aðalsafn
05
ágú
06
ágú
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
06
ágú
15:00

Sumarsmiðjur á aðalsafni og Lindasafni

Aðalsafn & Lindasafn
08
ágú
11:00

Get together

Aðalsafn
09
ágú
13:00

Trönur fyrir frið

Aðalsafn | 1. hæð
11
ágú
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
12
ágú
13
ágú
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
13
ágú
15:00

Sumarsmiðjur á aðalsafni og Lindasafni

Aðalsafn & Lindasafn
15
ágú
11:00

Get together

Aðalsafn
18
ágú
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

4. ágúst
Lokað
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

4. ágúst
Lokað
Þri-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

4. ágúst
Lokað
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

4. ágúst
Lokað
Þri-fös
13-18
lau-sun
Lokað