Dagar ljóðsins í Kópavogi

Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins í Kópavogi hefjast nú á laugardaginn og stendur hún til 21. janúar þegar ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur á fæðingardegi skáldsins. Við sama tækifæri verða kynnt úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi.
Fjölbreytt dagskrá verður í bænum á meðan hátíðinni stendur.
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á tvær fjölskyldustundir í tengslum við hátíðina, Ljóðasmiðju í léttum dúr á Bókasafni Kópavogs undir stjórn Aðalsteins Ásbergs laugardaginn 13. janúar og viku síðar, hinn 20. janúar flytja Valgerður Guðnadóttir og Hrönn Þráinsdóttir söngleik Elínar Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns, Björt í sumarhúsi í Salnum.
Miðvikudaginn 17. janúar mun Þórarinn Eldjárn bjóða til stofu á aðalsafni Bókasafns Kópavogs þar sem hann mun í hádegiserindi minnast vinar síns, Sigurðar Pálssonar, sem lést í haust. Þórarinn mun segja frá vinskapnum og lesa úr ljóðum sínum og ljóðum Sigurðar.
Fimmtudaginn 18. janúar verður stutt heimildarmynd Marteins Sigurgeirssonar um skáldið sýnd á Bókasafni Kópavogs kl. 12:30. Um kvöldið verður upplestrarkvöld í Garðskálanum, í samvinnu við Blekfjelagið, félag ritistarnema við Háskóla Íslands, þar sem hægt verður að hlýða á ferska strauma í íslenskri ljóðagerð – og jafnvel stíga á stokk sjálfur. Nýlókórinn mun flytja þrjú lög eftir Kára Tulinius áður en upplesturinn hefst, en á meðan hátíðinni stendur sýnir Kári Tulinius myndljóðasýninguna Brot hætt frum eind // plús ljós mynd ljóð á Bókasafni Kópavogs.
Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn sunnudaginn 21. janúar í Salnum. 278 ljóð bárust í keppnina um Ljóðstafinn að þessu sinni og hefur dómnefnd valið þrjú ljóð sem fá verðlaun og tíu sem fá viðurkenningar. Samtímis verða kynnt úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi.
Frá árinu 2002 hefur Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar afhent Ljóðstaf Jóns úr Vör á fæðingardegi skáldsins. Kópavogsbær heldur hvort tveggja hátíðina og ljóðasamkeppnina til þess að fagna ljóðlistinni og hvetja bæði börn og fullorðna til þess að virkja sköpunarkraftinn í rituðu máli.
Jón úr Vör fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917 en starfaði lengst af í Kópavogi þar sem hann var hvatamaður að stofnun bókasafnsins og síðar fyrsti bæjarbókavörður bæjarfélagsins. Jón starfaði að menningarmálum með ýmsum hætti, var til dæmis bæði bóksali og ritstjóri, en fyrst og fremst var hann brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð. Fjölmargar ljóðabækur hans lifa með þjóðinni og ber þá helst að nefna óð hans til æskustöðvanna, ljóðabálkinn Þorpið. Jón úr Vör lést 4. mars árið 2000.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
maí
01
jún
08:00

Plöntuskiptimarkaður

Aðalsafn
28
maí
29
maí
30
maí
01
jún
03
jún
08
jún
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
jún
05
jún
11
jún
12
jún
18
jún
19
jún

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað