Hvaða barnabækur hafa haft áhrif á Íslendinga síðustu áratugina?
Sérstök barnabókasýning stendur yfir á aðalafni frá 8. febrúar til og með 28. mars.
Á sýningunni verður reynt að komast að því hvaða sögur hafa heillað börn í gegnum tíðina. Hvers konar sögur hafa fangað athygli ungra lesenda og hvers konar fyrirmyndir birtast í þeim? Hvernig voru uppáhaldsbækurnar þínar? Ævintýri eða raunsæi? Hvunndagsleg bernskubrek eða ógurlegar fantasíur? Leiddar verða saman bækur frá ólíkum tímum þar sem gestir geta rifjað upp gamlar minningar og séð hvað aðrar kynslóðir hafa lesið sér til yndis.
Sýningarstjóri er Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir vöruhönnuður.
Sýningin er hluti af viðburðaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar.