Sturlungar, húllahringir og heklunálar

Það hefur verið mikið um að vera á Bókasafni Kóapvogs síðustu vikur.
„Skipulögð dagskrá minnkar mikið hjá okkur á sumrin,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, „en það er nóg að gera núna í vor.“
Um síðustu helgi kom Húlladúllan, en það er sviðsnafn Unnar Maríu Máneyjar sirkuslistakonu, á fjölskyldustund á aðalsafni. Opinmynnt fylgdust börnin með kúnstum hennar með húllahringinn og fengu svo tækifæri til að spreyta sig sjálf.

Fullt var út úr dyrum á safninu fyrr í mánuðinum þegar Einar Kárason mætti til leiks í hádegiserindaröð Menningarhúsa Kópavogs, Menningu á miðvikudögum. Einar var kominn á staðinn til þess að fjalla um Sturlungaöldina og bækurnar sem hann hefur skrifað sem takast á við viðburði tímabilsins. Einar var í fantaformi, en stutt er síðan hann frumsýndi endursögn sína á Grettissögu í Söguloftinu í Landnámssetrinu á Borgarnesi. Fáum dögum síðar bárust fréttir af því í fjölmiðlum að óútkomin skáldsaga hans, Stormfuglar, hefði gert garðinn frægan á bókamessunni í London, en bókin er væntanleg í maímánuði.
  
Einnig hefur færst í vöxt á safninu að þeir hópar sem þar hittast bjóði gestum á fundi sína. Þannig hafa þær Vilborg Davíðsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir komið til fundar við bókmenntaklúbbinn Hananú og hannyrðaklúbburinn Kaðlín hefur boðið til sín Ásdísi Jóelsdóttur, höfundi bókarinnar Íslenska lopapeysan, Tinna Þórudóttir Þorvaldar, höfundar heklbókanna Þóra, María og Havana kenndi grunnatriði í mósaíkhekli og í apríl kenndi Elín frá Handverkskúnst klúbbfélögum að hekla ungbarnateppi úr þáttunum Sækið ljósuna.
Lísa segir nóg framundan. „Næsti gestur Kaðlínar kemur 16. maí, en þá verður kennt tvöfalt prjón. Síðustu tvö erindin um vorverkin verða 26. apríl og 3. maí og 5. maí er fjölskyldustund bæði á aðalsafni og Lindasafni – það verður bingó í Lindasafni kl. 11:30, krakkar geta lesið fyrir hunda á aðalsafni, það verður flugdrekasmiðja fyrir alla fjölskylduna milli eitt og þrjú og klukkan fjögur opnar svo ný myndlistarsýning á jarðhæðinni.“

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
14
jan

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað