Laust starf verkefnastjóra fræðslu og miðlunar

Bókasafn Kópavogs óskar eftir öflugum og hugmyndaríkum einstaklingi í starf verkefnastjóra fræðslu og miðlunar.
Verkefnastjóri sér um skipulag og hefur umsjón með fræðslu fyrir börn og ungmenni í hefðbundnum miðlum jafnt sem og í spjaldtölvum og á samfélagsmiðlum. Hann vinnur að fjölmenningarverkefnum og markaðs- og kynningarmálum safnsins. Það felur m.a. í sér tengsl við fjölmiðla. Hann stýrir fræðsluteymi safnsins, situr í fjölmenningarteymi og markaðs- og kynningarteymi, auk þess að taka þátt í annarri teymisvinnu innan safns sem utan. Verkefnastjóri vinnur náið með verkefnastjórum fræðslu- og kynningarmála hjá Menningarhúsum Kópavogs og tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna.
Um er að ræða 100% stöðu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. september. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.
Sjá nánar á vef Kópavogsbæjar.
Umsóknarfrestur er til 27. júlí.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jún
05
jún
17
jún
07
jún
14
jún
14
jún
17
jún
13:30

17. júní

21
jún
28
jún
05
júl
12
júl
19
júl
26
júl

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner