Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur í 17. sinn

Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins þann 21. janúar.
Alls bárust 302 ljóð í keppnina en jafnframt voru úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs kunngjörð en 170 ljóð bárust frá grunnskólabörnum.
Handhafi Ljóðstafsins árið 2019 er Brynjólfur Þorsteinsson sem fæddur er 1990 en um ljóð hans Gormánuður segir dómnefnd m.a.: „…dregur fram íslenskan hversdag sem birtist dularfullur og margræður, þar sem samruni náttúru og líkama myndar óljós og áhugaverð mörk milli heima“. Dómnefnd skipuðu Bjarni Bjarnason formaður, Ásdís Óladóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir.

Í öðru sæti var Margrét Lóa Jónsdóttir fyrir ljóðið Allt sem lifir deyr og þriðja sætið hlaut Elías Knörr fyrir ljóðið Sunnudögum fækkar með sérhverri messu!
Sérstaka viðurkenningu hlutu auk þess ljóðskáldin Eyrún Ósk Jónsdóttir, Dagur Hjartarson, Arndís Þórarinsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason, Hjörtur Marteinsson og Björk Þorgrímsdóttir. 
Hlutskörpust í grunnskólakeppninni var Katrín Valgerður Gustavsdóttir sem var verðlaunuð fyrir ljóðið Súðavík en hún er nemandi í 10. bekk Kárnsesskóla. Í öðru sæti var nemandi í 6. bekk Hörðuvallaskóla, Örn Tonni Ágústsson Christensen fyrir ljóðið Englar og í þriðja sæti Margrét Hrönn Róbertsdóttir í 10. bekk Kársnesskóla fyrir ljóðið Hæ. 
Þá hlutu sjö nemendur sérstaka viðurkenningu en þau eru: Daníel Ingi Þorvaldsson 5. EP Snælandsskóla, Elmar Daði Ívarsson 6. L Hörðuvallaskóla, Emilíana Unnur Aronsdóttir 9.X Kársnesskóla, Hrenfa Lind Grétarsdóttir í 7. A Álfhólsskóla, Margrét Hrönn Róbertsdóttir í 10. H Kársnesskóla, Snorri Sveinn Lund í 6. L Hörðuvallaskóla og Urður Matthíasdóttir í 9. Krækilingi Vatnsendaskóla.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
07
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
07
jan
08
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Lindasafn
09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur
14
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
16
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
21
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
jan
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
24. des-26. des
Lokað
27. des
11-17
28. des
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
24. des-28. des
Lokað

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
24. des-26. des
Lokað
27. des
11-17
28. des
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
24. des-28. des
Lokað