Örlög og örleikrit

Þann 12. febrúar á milli kl. 18 og 19 býður Bókasafn Kópavogs upp á viðburð til að heiðra minningu Kjartans Árnasonar sem hefði orðið sextugur þann dag.
Kjartan lést árið 2006 eftir að hafa glímt við taugasjúkdóminn MS um árabil en hann skilur eftir sig arfleifð af skáldverkum; smásögur, örleikrit og ljóð sem hann samdi og gaf út undir bókaforlaginu Örlagið sem hann stofnaði sjálfur árið 1986. Kjartan var fæddur og uppalinn í Kópavogi og stuðlaði að öflugu menningarlífi í bænum og var einn þeirra sem efndi til Daga ljóðsins í Kópavogi á sínum tíma en sú ljóðahátíð var haldin í 17. skiptið núna í ár og lauk 21. janúar s.l. með afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör.
Boðið verður upp á notalegt síðdegi með léttum veitingum þar sem verk Kjartans verða höfð í hávegum með bæði upplestri og leik. Á meðal þeirra sem koma fram eru Anton Helgi Jónsson, Helga Jónsdóttir, Arnar Jónsson og Sigurður Skúlason.
Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn
19
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað