Hvað er heima fyrir þér?

Spurningu sem þessari er velt fyrir sér á smiðju á vegum Bókasafns Kópavogs sem unnin er með börnum á aldrinum tíu til tólf ára í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla um þessar mundir.
Öll hafa börnin það sameiginlegt að eiga rætur að rekja til annars lands en Íslands. Markmið smiðjunnar er að opna á hugtakið heima og hvað það þýðir. Hugtakið er víðskilið og felur í sér sterkar tilfinningar og allskyns tengingar. Smiðjunni er hagað þannig að börnin kíkja í heimsókn í þrjú skipti og hitta þar verkefnastjóra og starfsmann bókasafnsins og saman velta þau hugtakinu fyrir sér. Börnin vinna svo texta með myndefni sem þau ráða sjálf hvort sé teikning eða jafnvel ljósmynd. Afrakstur smiðjunnar verður til sýnis á 1. hæð bókasafnsins á Barnamenningarhátíð dagana 8. til 13. apríl og gefst safngestum þá einnig færi á að svara spurningunni: Hvað er heima fyrir þér? Og bæta sínu svari eða mynd við sýningu barnanna. Verkefnið endurspeglar markmið bókasafnsins um að efla og styrkja það fjölmenningarlega samfélag sem við búum í og að veita röddum barnanna hljómgrunn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
maí
13:00

Sungið fyrir dýrin

Aðalsafn
11
maí
16:00

Rauðhetta

Aðalsafn | 1. hæð
11
maí
11
maí
12:00

Sögustund | Börn lesa fyrir börn

Aðalsafn | 1. hæð
12
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
13
maí
14
maí
16
maí
11:00

Get together

Aðalsafn
19
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
20
maí
21
maí
21
maí
17:00

Sumarlestursgleði

Aðalsafn | 1. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað