Nýr útibússtjóri Lindasafns

Sigurlaug Jóna Hannesdóttir hefur verið ráðin sem nýr útibússtjóri Lindasafns. 
Sigurlaug hefur víðtæka starfsreynslu af menningartengdum störfum og hefur frá árinu 2012 unnið á Þjóðminjasafni Íslands, m.a. sem sérfræðingur í munasafni, ljósmyndasafni og á miðlunarsviði. Hún hefur unnið við sýningagerð, sýningastjórnun, gerð efnis fyrir kynningar og samfélagsmiðla ásamt skráningu í gagnagrunninn Sarp. Árið 2016 tók Sigurlaug við starfi verkefnisstjóra Safnahússins við Hverfisgötu, sem nú
er rekið af Þjóðminjasafninu. Í starfinu stýrði hún daglegum rekstri og hafði umsjón með verkefnum hússins og þjónustu. Var yfirmaður starfsfólks í sýningargæslu og sá um þjálfun starfsfólks, mótaði þjónustustefnu og handbækur. Einnig hafði hún umsjón með viðburðum og dagskrá í húsinu, útleigu á fundarstofum og fyrirlestrarsal og kom að mótun kynningarefnis, dagskrár og markaðssetningar. Sigurlaug hefur komið víða annars staðar við, m.a. starfaði hún sem prófarkalesari, myndritstjóri og söngvari í kór Íslensku óperunnar.
Sigurlaug er með BA próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og MA próf í safnafræði einnig frá Háskóla Íslands. Hún er jafnframt með framhaldspróf í klassískum söng og stundaði í kjölfarið framhaldsnám í Svíþjóð.
Útibússtjóri Lindasafns ber ábyrgð á og stýrir daglegum rekstri Lindasafns, þ.m.t. fjármálum, starfsmannamálum, þjónustu, safnefni, fræðslu og viðburðum, tækjum, tölvum og búnaði. Hann situr í ýmsum teymum og starfshópum innan Bókasafns Kópavogs og fundar reglulega með deildarstjórum. Hann starfar náið með forstöðumanni og tekur virkan þátt í stefnumótunarvinnu og framkvæmd og þróun verkefna. Starfar einnig náið með bókasafnsfræðingi Lindaskóla. Útibússtjóri sinnir öðrum verkefnum sem tengjast grunnstarfsemi og rekstri safnsins í samstarfi við aðra starfsmenn, s.s  afgreiðslu, upplýsingamiðlun og þjónustu gagnvart gestum.
Starfið var auglýst í október og voru umsækjendur 34. Sigurlaug var metin hæfust til að gegna starfinu með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru til þess samkvæmt starfslýsingu og auglýsingu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
14
jan

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað