Höfundur Siggu Viggu 100 ára

Sýning um ævi og störf Gísla J. Ástþórssonar opnaði í fjölnotasal aðalsafns 16. mars og stendur til 11. apríl.

Þann 5. apríl verða 100 ár liðin frá fæðingu Gísla J. Ástþórssonar og af því tilefni blésu afkomendur hans í samvinnu við Bókasafn Kópavogs til sýningar þar sem leitast er við að gera rithöfundinum, blaðamanninum og teiknaranum Gísla J. Ástþórssyni skil. Samhliða sýningunni kom út heildarsafn bókanna um Siggu Viggu.

Sýningin opnaði við hátíðlega viðhöfn þann 16. mars og sótti fjöldi fólks opnunina.

Gísli J. Ástþórsson (1923-2012) var þekktur á sinni tíð sem blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, pistlahöfundur og teiknari. Gísli lærði blaðamennsku í háskóla í Bandaríkjunum árin 1943-45 og var sennilega fyrsti menntaði íslenski blaðamaðurinn. Gísli sló nýjan tón í blaðamennsku á Íslandi og lagði áherslu á fréttaflutning óháð flokkspólitík.

Gísli var fjölhæfur listamaður og eftir hann liggja skáldsögur, smásögur, barnabók, leikrit og útvarpsþættir. Gísli teiknaði m.a. ádeiluseríuna Þankastrik sem birtist í Morgunblaðinu sem athugasemdir um atburði líðandi stundar og vakti serían iðulega mikil viðbrögð. Hann varð þó þekktastur fyrir myndasögubækurnar um Siggu Viggu sem sprottnar eru úr íslenskum veruleika, útgerð og fiskvinnslu og segja frá lífi fiskvinnslustúlkunnar Siggu Viggu, vinkonu hennar Blíðu og samstarfsfólks. Sögurnar birtust fyrst í Alþýðublaðinu og svo í Morgunblaðinu.

„Þó hún sigri aldrei, þá hefur hún sínar leiðir, segist til dæmis alltaf þurfa að fara í jarðarför ömmu þegar það eru landsleikir. Hún er algjörlega óhrædd við yfirvaldið, hún er með stöðugt múður og hendir þorskhausum í þá sem henni líkar ekki við, líka í stóru karlana…. Húmorinn í þessum sögum er allsráðandi og þegar ég var að lesa þær allar aftur núna, þá rifjuðust upp fyrir mér hin fleygu orð: Konur eru hræddar við að karlar drepi þær, en karlar eru hræddir við að konur hlæi að þeim. “

segir Úlfhildur Dagsdóttir um kvenhetjuna Siggu Viggu í viðtali í Morgunblaðinu 11. mars 2023 en Úlfhildur skrifaði formála fyrir viðhafnarútgáfu Siggu Viggu bókanna sem komu út samhliða opnun sýningarinnar á Bókasafni Kópavogs þann 16. mars.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
des
12:00

Sögustund á úkraínsku

Aðalsafn
03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað