Fullt að gerast í haustfríinu í Kópavogi

Skemmtileg dagskrá á Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni í tilefni af vetrarfríi í Kópavogi, fimmtudaginn 26. október og föstudaginn 27. október.

Hrekkjavökuföndur og hryllingssögustund, bókamerkjasmiðja og búningaskiptimarkaður, krakkajazz og krakkaleiðsögn.

Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Fimmtudagur 26.10.

Bókasafn Kópavogs kl. 11
  Bókamerkjasmiðja
Litrík og leikandi, skrýtin og skemmtileg. Búum saman til bókamerki úr pappírsbroti.

Bókasafn Kópavogs kl. 12:15
 Fjölskyldujazz
Hádegistónleikar fyrir forvitna jazzunnendur á öllum aldri í samstarfi við söngdeild Tónlistarskóla FÍH. Á þessum tónleikum flytja þær Gunnur Arndís, Ragnheiður Silja og Rán Ragnarsdóttir fjölbreytt úrval laga sem öll fjölskyldan getur notið.

Bókasafn Kópavogs kl. 13
  Hrekkjavökuskraut
Beinagrind, leðurblaka, könguló og afturganga! Stórskemmtileg hrekkjavökusmiðja.

Lindasafn kl. 13
  Hrekkjavökuperl
Notaleg perlustund á Lindasafni þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala.

Gerðarsafn kl. 14
  Krakkaleiðsögn og listsmiðja
með Erni Alexander Ámundasyni

Föstudagur 27.10

Bókasafn Kópavogs kl. 10:30
  Hryllingssögustund

Bókasafn Kópavogs kl. 11
  Hrekkjavökuperl
Notaleg perlustund þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala.

Gerðarsafn kl. 13
  Listsmiðja með Selmu Hreggviðsdóttur

Á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni og Lindasafni verður hægt að leita uppi alls konar skrímsli og óvættir í geggjuðum ratleik. Búningaskiptimarkaður á aðalsafni.

Ókeypis er á sýningar í Gerðarsafni fyrir fullorðin í fylgd með börnum í haustfríi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur
16
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
21
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
jan
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
23
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
24
jan
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
27
jan

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað