Aðventuhátíð Kópavogs 2023

Aðventudagskráin er glæsileg að vanda og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Við hér í Kópavogi erum að nálgast jólin með aukna samverustundir að leiðarljósi. Er þetta ekki einmitt tíminn sem við viljum staldra við, hvíla, njóta og fara yfir árið sem er að líða.

Jólalundurinn (Guðmundarlundur) sló í gegn síðustu helgi enda frábært að geta fengið jólastemminguna beint í æð í ferska loftinu. Við hvetjum ykkar að klæða ykkur eftir veðri og skóa vel. Dagskráin er alla sunnudaga fram að jólum á milli kl. 13 og 15.

Bókasafnið er komið í jólabúninginn og býður upp á fullt af spennandi, skapandi jólaviðburðum. Bæjarlistamaðurinn Lilja Sigurðardóttir, rithöfundur, stendur fyrir bráðskemmtilegu Krimmakvissi á Mathús27 þann 6. desember. Við höfum heyrt að það sé nær uppbókað svo nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða. Þegar jólin eru alveg að detta í hús og fjölskyldunni vantar smá ró þá mælum við með smá jólakósí á safninu og slaka á í jólajóga eða hlusta á jólasögu.

Gerðarsafn lýsist upp um jólin og má finna ýmsar smiðjur hjá þeim á aðventunni. Grunnsýning Gerðar stendur auðvita alltaf fyrir sínu en við erum mjög spennt að kynna nýja bók sem kemur út þann 3. desember um hana. Bókin er afrakstur samstarfs Gerðarsafns við Helgu Páleyju Friðjónsdóttur, listamann, og Hrafnhildi Gissurardóttur, sérfræðing í fræðslu, og er unnin með stuðningi frá Safnasjóði. Í tilefni þessa verður boðið upp á listsmiðju undir stjórn höfunda.

Náttúrufræðistofa verður heimili sögustunda en auðvita má alltaf sjá þetta fallega og fræðandi safn. Þar má finna ýmis dýr og fjöldann allan af jarðtegundum.

Salurinn syngur inn jólin með fjölmörgum tónleikum og verður miðstöð huggulegheita á Aðventuhátíðinni þann 2. desember. Þar verður hægt að skoða handverk, njóta tónlistar og ylja sér með heitt súkkulaði.

Hér má finna alla dagskrá aðventunnar í Kópavogi.

Við hlökkum til þess að sjá ykkur í jólaskapi.

Njótum samvista og búum til fallegar minningar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí
08
maí
14
maí
15
maí
15
maí
16:30

Rabbað um erfðamál

Aðalsafn
16
maí
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
1. maí
Lokað
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
1. maí
Lokað
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
1. maí
Lokað
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
1. maí
Lokað
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner