Bókasafnið í Hassleholm í Svíþjóð er eitt af þeim þremur bókasöfnum sem fengu styrk frá Nordplus fyrir verkefnið ,,Bókasafnið í fjöltyngdu samfélagi.“ Hin bókasöfnin voru Bókasafn Kópavogs og Bókasafnið í Lääne County í Eistlandi.
Bókasafnið í Hässleholms hefur lengi boðið upp á tungumálakaffi einu sinni í viku í samstarfi við Rauða krossinn í Svíþjóð. Bókasafnið keypti bækur um málfræði, orðabækur og bækur um sænska málfræði sem er stillt upp nálægt tungumálakaffinu svo þær séu sýnilegar.
Í Svíþjóð er framleiddur mikill fjöldi léttlestrarbóka, ekki eingöngu fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri, heldur einnig fyrir fullorðna. Gagnast þessar bækur innflytjendum afar vel til að læra tungumálið, enda erfitt að ætla sér að byrja á þungum og löngum bókum þegar verið er að ná tökum á nýju tungumáli. Á bókasafninu hafa bækurnar verið flokkaðar eftir erfiðleikastigum 1-4 til að auðveldara sér að finna bók við hæfi.
Þá leggur starfsfólk sig fram við að bjóða nýtt fólk velkomið inn á bókasafnið og sýna því alla þá þjónustu sem boðið er upp á, svo sem bækurnar sem eru í boði, barnadeildina, vinnustofur og þar fram eftir götunum.
Í barnadeildinni hefur einnig verið lögð áhersla á að eiga til bækur á ýmsum tungumálum ásamt einföldum bókum á sænsku. Þar eru haldnir ýmsir skapandi viðburðir sem höfða til ólíkra hópa.
Nú í haust var ákveðið að fara af stað með nýtt verkefni á bókasafninu, sem er aðstoð við heimanám fyrir innflytjendur og börn innflytjenda en verkefnið hefur farið vel af stað.
Þá hefur Bókasafnið haldið prjónakaffi fyrir innflytjendur, vinnustofur og fyrirlestra.
Öll þessi vinna hefur skilað sér í því að innflytjendur sækja bókasafnið nú oftar heim og nýta sér þjónustuna í auknum mæli.
Hässleholms library increases service for immigrants
Hässleholms library in Sweden is one of the three libraries to receive a Nordplus grant for the project “The library in a multilingual society”. The two other libraries were Kópavogur Library in Iceland and Lääne County library in Estonia.
Hässleholms library arranges language-cafés once every week in co-operation with the local Red Cross and has done so for a long time. They then received a grant from the state to buy books about Swedish grammar, dictionaries, and books that are useful for foreigners who are learning Swedish. The bookshelf is close to the café for easy access.
A large number of easy-to-read books are produced in Sweden, both for children and adults. In the library, they are graded on a level of difficulty from 1-4 so it’s easier to find a suitable book.
The staff put effort into welcoming new people to the library and showing them the services available to them, like the children’s department, workshops, and so forth.
The children’s department also offers books in various languages along with easy books in Swedish and creative events and workshops where people with different backgrounds come together and integrate in a natural way.
This autumn they started a new project; helping immigrants with homework, and the project has had a great start and is very popular.
These are a few examples of all the work that the library has done to welcome immigrants and the success is undeniable. Immigrants are using the services that the library offers and visiting more often.
———————–
Biblioteket i Hassleholm i Sverige är ett av tre bibliotek som fick bidrag från Nordplus för projektet “Biblioteket i ett flerspråkigt samhälle”. Övriga bibliotek var Kópavogur Bibliotek och Lääne länsbibliotek i Estland.
Biblioteket i Hässleholm har länge bjudit på språkfika en gång i veckan i samarbete med Svenska Röda Korset. Biblioteket köpte böcker om grammatik, ordböcker och böcker om svensk grammatik som är uppställda nära språkcaféet så de är synliga.
I Sverige produceras ett stort antal lättlästa böcker, inte bara för barn som tar sina första steg i läsningen, utan även för vuxna. Dessa böcker är mycket användbara för invandrare att lära sig språket, eftersom det är svårt att börja med tunga och långa böcker när man behärskar ett nytt språk. På biblioteket har böckerna sorterats efter svårighetsgrader 1-4 för att det ska bli lättare att hitta en passande bok.
Personalen anstränger sig också för att bjuda välkomna nya människor till biblioteket och visa dem alla tjänster som erbjuds, böckerna som finns, barnavdelningen, verkstäder med mera.
På barnavdelningen har man även lagt vikt vid att ha böcker på olika språk samt enkla böcker på svenska. Där hålls olika kreativa evenemang som tilltalar olika grupper.
I höstas beslutades det att starta ett nytt projekt på biblioteket som är hjälp med läxläsning för invandrare och barn till invandrare, men projektet har kommit väl igång.
Biblioteket har även hållit ett stickcafé för invandrare, verkstäder och föreläsningar.
Allt detta arbete har resulterat i att invandrare besöker biblioteket oftare och använder tjänsten mer och mer.