Bókasafn Kópavogs í samstarfi við GETA – hjálparsamtök hlýtur styrk

Bókasafn Kópavogs í samstarfi við GETA – hjálparsamtök hlaut í síðustu viku 400.000 kr. styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar fyrir árið 2025. Styrkinn hlaut safnið fyrir verkefnið Get together, en verkefnið stuðlar að jafnrétti og mannréttindum með því að bjóða upp á opið hús á Bókasafni Kópavogs fyrir hælisleitendur, flóttafólk og innflytjendur.

Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðurmaður Bókasafns Kópavogs og Heiðdís Geirsdóttir formaður jafréttis- og mannréttindaráðs.

GETA – hjálparsamtök halda utan um verkefnið og er opið hús alla föstudaga kl. 11:00-13:00. Mjög mikil ánægja hefur verið meðal þátttakanda með verkefnið. Mörg hafa mætt með börn sín á leikskólaaldri, sem ekki eru enn komin inn á leikskóla og hefur verið boðið upp á ýmis konar föndur, hannyrðir og fleira í hvert sinn, s.s. vatnslitamálun, perl, útsaum o.fl.

Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs tók við styrknum og á opnu húsi á föstudaginn var færðu hún og Eyrún Ósk Jónsdóttir verkefnastjóri verkefnisins á Bókasafni Kópavogs þátttakendum verkefnisins fréttirnar við mikinn fögnuð.

Þátttakendur Get together gleðjast yfir fréttunum.

Bókasafn Kópavogs og GETA – hjálparsamtök þakka jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar kærlega fyrir rausnarlegan styrk og hlakka til áframhaldandi opinna húsa.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
okt
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
16
okt
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
17
okt
11:00

Get together

Aðalsafn
18
okt
13:00

Mexíkósmiðja

Lindasafn
18
okt
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
20
okt
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
21
okt
22
okt
10:30

Heimildamyndasýning

Aðalsafn | Tilraunastofa 1. hæð
22
okt
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
okt
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
22
okt
15:30

ChatGPT námskeið | FULLBÓKAÐ

Aðalsafn | Huldustofa
23
okt

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað