Aprílgabb | Smásafnið opnar í Kópavogi

Menningarhúsunum í Kópavogi fjölgar um eitt í dag, þegar opnað verður Smásafnið í öllum menningarhúsunum. Safninu er ætlað að halda í við hraðann í samfélaginu og auka þjónustu við gesti menningarhúsanna.

„Við höfum orðið vör við að framboðið af list er orðið svo mikið, að fólk hefur ekki tíma til að njóta hennar“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. „Gestir okkar hafa kallað eftir lausnum og við teljum að við höfum fundið leið til að koma til móts við þessar þarfir“ heldur hún áfram.

Menningarhúsin í Kópavogi, Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa og Salurinn, bæta nú við fimmta safninu. Smásafnið, mun bjóða upp á það besta úr öllum heimum, en þar hefur verið unnið að því, með hjálp gervigreindar og þrívíddarprentunar að stytta bækur, smækka listaverk, stytta tónverk og halda örverusýningu.

„Okkar upplifun er sú að fólk hafi ekki lengur tíma til að lesa, og til að viðhalda lestri komum við til móts við þarfir okkar lánþega með því að stytta bækurnar. Við erum svo heppin að hér eru gefnar út fjölmargar bækur ár hvert, en tíminn af skornum skammti og fólk að lenda í vandræðum með að komast yfir allar þær bækur sem það langar að lesa“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Til þess að aðstoða okkur við þetta notuðum við gervigreind sem tekur öll aðalatriðin út og styttir niður í bók, þar sem sagan er sögð, en þó án þess að það komi niður á gæðum. Engin bók á að taka lengri tíma í lestri en 8 mínútur.“

Axel, forstöðumaður Salarins, tekur í sama streng, nema út frá tónlist. „Fólk langar að gerast sérfræðingar í gömlu meisturunum, Beethoven, Bach, Mozart og fleirum. Til að gera fólki það kleift höfum við stytt öll verk hvers höfundar með aðstoð gervigreindar í stutta syrpu sem er innan við þrjár mínútur í hlustun. Við sjáum jafnvel fyrir okkur að fylgja þessu eftir með smátónleikaröð, sem yrði aldrei lengri en 15 mínútur.

Svipaða sögu er að segja af Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu. Listaverkin eru mörg og fólk langar að skoða þau öll í einni beit. Því hafa þau verið smækkuð með aðstoð þrívíddarprentunar og nú hægt að skoða öll verk Gerðar með lítilli fyrirhöfn á mjög stuttum tíma. Örverur eru svo stoð vistkerfisins og hafa ekki fengið næga athygli, að mati Huldu, verkefnastjóra Náttúrufræðistofu enda fagnar hún því að geta boðið gestum safnsins á líta inn í þennan smáheim.

„Við erum afar hamingjusöm með þetta framtak og teljum okkur hafa stigið risastórt smáskref inn í nútímann“ segir Soffía að lokum.

Við bjóðum ykkur velkomin í opnunarhóf í dag kl. 12

Smábitar í boði og hvetjum öll til þess að koma og fagna með okkur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
sep
03
sep
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
03
sep
12:15

Leslyndi | Sigríður Hagalín

Aðalsafn | ljóðahorn
04
sep
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn | Handavinnuhorn
05
sep
11:00

Get together

Aðalsafn
06
sep
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
09
sep
10
sep
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
10
sep
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
11
sep
09:00

Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi 

Salurinn tónlistarhús, Hamraborg 4
12
sep
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað