Metaðsókn í miðri viku í barnadeildinni

Bókasafn Kópavogs

„Sumarstarfið hjá okkur á bókasafninu er mjög öflugt og mikill metnaður lagður í það enda er safnið mikið sótt. Gestirnir okkar eru duglegir að sækja sér kiljur í sumarfríið og börnin eru dugleg að halda lestrinum við. Við höldum utan um lestur barnanna ásamt henni Lindu landnámshænu. Það virðist sem veðrið skipti litlu máli enda státum við okkur af svo fallegum inni- og útisvæðum hér í menningarmiðjunni,“ segir Lísa Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins í Kópavogi.

„Alla miðvikudaga frá 15:00 til 17:30 í sumar bjóðum við upp á föndursmiðjur á aðalsafni í Hamraborg 6a og Lindasafni í Núpalind 7. Smiðjurnar hafa heldur betur slegið í gegn, til að mynda mættu um 500 manns síðastliðinn miðvikudag. Smiðjurnar eru notalegar samverustundir fyrir börn og fullorðna þar sem þemað er Gloría bókasafnskisa, hvort sem verið er að föndra kort, bókamerki eða grímur.“

„Sumarlesturinn sívinsæli er í fullum gangi eins og ég minntist á áðan en í sumar býður Linda landnámshæna öllum börnum sem eru byrjuð að lesa í ævintýralega svaðilför um landið sitt – Terra Gallina.“

„Bókasafnið og Náttúrufræðistofa hafa slegið höndum saman og bjóða upp á stórskemmtilegt verkefni fyrir börn, Umhverfisofurhetjan, en það er vitundarvakningarverkefni þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og fá þá titilinn umhverfisofurhetja og karsafræ í verðlaun.“

„Svo má ekki gleyma svölunum góðu á þriðju hæð. Þar er dásamlegt að setjast þar niður með góða bók og njóta blíðunnar,“ segir Lísa að lokum.

Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður bókasafns Kópavogs

Hér má svo finna alla viðburði safnsins í sumar Viðburðir – Bókasafn

Opnunartímar safnins:

Aðalsafn

8:00 til 18:00 alla virka daga

11:00 – 17:00 laugardaga

Lokað á sunnudögum

Lindasafn

13:00 – 18:00 alla virka daga

Lokað um helgar í sumar

Bókaboxið í Vallakór er aðgengilegt á opnunartíma hússins.

Hlökkum til að sjá þig í sumarskapi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
23
des
08:00

Skiptimarkaður jólasveinsins

Aðalsafn | 2. hæð
01
des
23
des
08:00

Jólafataskiptimarkaður

Aðalsafn | 2. hæð
18
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn | 2. hæð
20
des
11:00

Langleggur og Skjóða í Lindaskógi

Lindasafn | Lindaskógur
22
des
23
des
10:00

Jólakósídagar

Aðalsafn | 1. hæð
02
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
07
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
08
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Lindasafn
09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað