Leslyndi snýr aftur

Hin vinsæla viðburðaröð Leslyndi hefur göngu sína á ný í Bókasafni Kópavogs eftir sumarfrí. Í Leslyndi mæta rithöfundar með bækur sem hafa mótað þá og skilið eftir spor í lífi þeirra og ritferli.

Fyrsta Leslyndi vetrarins fer fram 3. september en þá mun Sigríður Hagalín Björnsdóttir segja frá sínum uppáhaldsbókum. 1. október mætir Sjón með sinn bókastafla, 5. nóvember kynnumst við eftirlætis bókum Evu Bjargar Ægisdóttur og 3. desember fáum við að vita hverjar eru uppáhaldsbækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.

Nálgun höfundanna er mismunandi, sumir fara aftur til bernsku og fjalla um áhrifamiklar barnabækur, meðan aðrir tala um bækur sem þeir lásu á fullorðinsárum, einhver hafa fókuserað á fáar bækur en flest velja sér vænan bunka, tíu til tuttugu bækur og segja frá þeim og hversvegna þau völdu þær.

Leslyndi hóf göngu sína í bókasafninu haustið 2023 og hefur notið mikilla vinsælda. Á meðal gesta hafa verið Pétur Gunnarsson, Auður Ava, Gerður Kristný, Þórarinn Eldjárn, Lilja Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Einar Kárason og fleiri.

Leslyndi fer fram í Bókasafni Kópavogs klukkan 12:15 fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði og eru öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

07
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
08
nóv
13:00

Óróasmiðja

Lindasafn
08
nóv
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
10
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
11
nóv
12
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
12
nóv
12
nóv
16:30

Myndgreining

Aðalsafn | Tilraunastofa 1. hæð
13
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
13
nóv
10:00

Krílafjör tónlistartími | Foreldramorgunn

Aðalsafn | barnadeild
14
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
15
nóv
13:00

Luktasmiðja

Aðalsafn | 1. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað