Stafrænt bókasafnskort tengt greiðslugátt

Lánþegum á Bókasafni Kópavogs stendur nú til boða að nota stafræn bókasafnskort til þess að greiða sektir og ljúka þannig uppgjöri við safnið án þess að mæta á svæðið.

Bókasafnskort hefur verið til í stafrænni útgáfu um nokkurt skeið en bætt hefur verið við rafrænni greiðslugátt sem unnin var í samstarfi Kópavogsbæjar og Wise. Lausnin er sú fyrsta sinnar tegundar meðal bókasafna á Íslandi.

Með þessari nýjung geta íbúar og aðrir lánþegar sótt bókasafnskortin í símann og notað þau til að kaupa eða endurnýja kort rafrænt, endurstillt pin-númer tengt aðgangi og greitt sektir sem fyrr segir. Stafræna kortið virkar eins og plastkortið og er borið undir skynjarann í sjálfsafgreiðsluvélum eða notað í afgreiðslu þegar við á.

Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins, segir nýjungina byltingu í þjónustu við lánþega á bókasöfnum landsins og vonast til að hún geti verið fordæmi fyrir önnur bókasöfn. „Mikil ánægja hefur verið með greiðslugáttina hjá gestum safnsins og notkun á henni eykst stöðugt,“ bætir hún við.

Markmiðið með innleiðingu á rafrænni greiðslugátt er að einfalda enn frekar daglegan rekstur bókasafnsins enda nýtist þá tími starfsfólks betur í þjónustu og ráðgjöf til lánþega. Nú hafa um 12% lánþega sótt sér stafrænt bókasafnskort og fjölgar þeim jafnt og þétt sem nýta sér þann kost.

Stafræn bókasafnskort og rafræn greiðslugátt eru liður í stefnu Kópavogsbæjar um að efla stafræna þjónustu og einfalda þannig samskipti við íbúa. Fleiri stofnanir bæjarins munu bætast við undir forystu stafræns þróunarteymis á Skrifstofu umbóta og þróunar.

„Næst á dagskrá eru stafræn sundlaugakort, sem margir íbúar hafa óskað eftir. Umbætur í þjónustu við íbúa eru okkur hjartans mál og við viljum einfalda lífið þar sem hægt er. Með tilkomu tækninnar hefur starfsfólk líka tíma til þess að gera betur við þá íbúa sem þurfa leiðsögn og þjónustu á vettvangi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Á myndinni eru Védís Hervör Árnadóttir umbóta- og þróunrstjóri, Lísa Zachrison Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafnsins, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Ásta Sirrí Jónasdóttir og Íris Dögg Sverrisdóttir sérfræðingar á Bókasafni Kópavogs og Vésteinn Bjarnason, forritari hjá Wise. Á myndina vantar Jakob Sindra Þórsson, teymisstjóra stafrænnar þróunar.
Greiðslugáttin

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
01
des
23
des
08:00

Skiptimarkaður jólasveinsins

Aðalsafn | 2. hæð
01
des
23
des
08:00

Jólafataskiptimarkaður

Aðalsafn | 2. hæð
02
des
03
des
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
03
des
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
03
des
12:15

Leslyndi | Sjón

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
03
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
04
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn | Handavinnuhorn
04
des
15:00

Aðventukafii Erasmus+ 

Aðalsafn | Tilraunastofan
05
des
11:00

Get together

Aðalsafn
06
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað