Aðalsafn Bókasafns Kópavogs í Hamraborg og Náttúrusafn verða lokuð dagana 5. til 19. janúar næstkomandi. Skipta á út gólfefnum í húsinu og ekki er unnt að hafa opið fyrir gesti á meðan á því stendur.
Síðustu opnunardagar fyrir framkvæmdir verða 2. janúar kl. 8-18 og 3. janúar kl. 11-17. Við hvetjum bókþyrsta til að kíkja við á bókasafnið og ná sér í góðan stafla á náttborðið meðan færi gefst!
Lindasafn stendur vaktina á meðan ásamt Bókaboxinu í Vallakór þar sem hefðbundnir opnunartímar gilda.
Skil á bókum
Allir skiladagar hafa verið færðir svo engar bækur frá aðalsafni safna sektum yfir lokunartímabilið og við biðlum til lánþega að hafa bækurnar heima ef kostur er. Heimilt verður þó að skila bókum á aðalsafn í anddyrið á 1. hæð (jarðhæð). Þá má auðvitað skila á Lindasafni, í Bókaboxið, Hafnarfjörð og Garðabæ líkt og endranær en við áréttum að enginn flýtir er á skilum á bókum frá aðalsafni.
Viðburðir bókasafnsins á tímabilinu færast ýmist á Lindasafn, Gerðarsafn eða Salinn og má fá upplýsingar um það við hvern viðburð á viðburðasíðu safnsins.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda en hlökkum til að taka á móti ykkur að framkvæmdum loknum.






