Bókasafn Kópavogs er vettvangur bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér fjölbreyttan safnkost.
Safnkosturinn er lifandi og tekur mark af síbreytilegum þörfum gesta.
Starfsemin er fjölbreytt; tekið er á móti hópum allt árið og meðal fastra liða á bókasafninu eru sögustundir, fyrirlestrar, leshringir og handavinnuklúbbur.
Safnið er hluti af Menningarhúsum Kópavogs og er aðalsafn þess í Hamraborg 6a og útibúið Lindasafn í Núpalind 7.