Þið kannist við jólaköttinn…

Börnin sitja opinmynnt og stara upp á sýningartjaldið. Svo er ýtt á hnapp og úr hljóðkerfinu berst hávært hvæs. Einhver hrökkva í kút við hljóðið en svo fara þau að hlæja. „Aftur!“ er kallað af öðrum bekk.
Þetta eru nemendur á síðasta ári leikskóla sem eru að hefja nám í dýrafræði. Kennarinn er einn af náttúrufræðingunum á Náttúrufræðistofu Kópavogs og viðfangsefnið er heldur betur hagnýtt á þessum árstíma: Hér eru ungir áhugamenn um jólaketti að fá fræðslu um kattardýr. Börnin læra um muninn á heimilisköttum og stóru kattardýrunum, þau læra um líkamstjáningu dýranna, matarvenjur og anatómíu.
Þegar fræðslunni er lokið kemur starfsmaður frá Bókasafni Kópavogs og teymir hópinn inn í alveg sérstakan söguhelli safnsins – eða er þetta kannski bæli jólakattarins? Börnin hjúfra sig niður á dýnur og sperra eyrun, nú á nefnilega að færa sig úr vísindunum yfir í ævintýrið. Nú verður rætt um jólaköttinn sjálfan.
Gréta Ólafsdóttir, deildarstjóri barnastarfs á aðalsafni og Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu eru bæði ánægð með samstarfið. „Það er komin ansi löng hefð fyrir þessari dagskrá – við byrjum að bjóða upp á hana fljótlega eftir að stofnanirnar hófu sambúð árið 2002 og hún hefur alltaf verið mjög vinsæl,“ segir Finnur. „Það má segja að þetta hafi verið fyrsta skrefið að því umfangsmikla samstarfi menningarhúsanna sem nú er orðið raunin.“
Gréta segir að söfnin hafi lagt áherslu á að rækta gott samband við leikskólana. Þannig venjist börnin því frá unga aldri að koma í heimsókn og skynji menningarstofnanirnar sem hluta af sínu nærumhverfi.
„Dagskráin endurspeglar líka vel starfsemina sem fer fram hér í húsinu, þessi blanda af vísindum og skáldskap er mjög skemmtileg,“ segir Gréta. „Jólakötturinn er líka svo gott viðfangsefni. Tröllvaxið skrímsli sem étur börn? Það er er gaman að leika sér aðeins með hrylling og ævintýri, það kitlar krakkana!“
Gréta og Finnur árétta samt að enginn eigi að fara hræddur heim, allt sé þetta í góðu gamni gert og raunar alls ekki ósennilegt að jólakötturinn hafi endurhæfst talsvert á síðustu árum – eða að jafnvel hafi sögurnar í raun allar verið byggðar á misskilningi, dylgjum og ýkjum.
Það er því ekki ómögulegt að sjálfur jólakötturinn fái uppreist æru í Kópavogi fyrir þessi jól.
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
07
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
07
jan
08
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Lindasafn
09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur
14
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
16
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
21
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
jan
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
24. des-26. des
Lokað
27. des
11-17
28. des
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
24. des-28. des
Lokað

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
24. des-26. des
Lokað
27. des
11-17
28. des
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
24. des-28. des
Lokað