Peð á plánetunni Jörð

Peð á plánetunni Jörð

Magga Stína er 14 ára dóttir leikara og ritstjóra. Í höfði hennar sveima fjölmargar hugsanir: til dæmis hvað fiskur sé nú vondur, hvað handavinnukennarinn sé ógeðslega leiðinlegur og hvað Matti í bekknum sé ofboðslega sætur. Matti er nefnilega leynilegur ástmaður Möggu Stínu. Það er bara verst að hann er svo leynilegur að hann veit ekki einu sinni af því sjálfur! Þess í stað er hann á föstu með Heiðu og veitir Möggu Stínu enga eftirtekt. Margar annir herja á hana utan skólans en þegar Magga Stína fréttir að Vala, besta vinkona hennar, eigi að flytja með mömmu sinni til útlanda þarf hún að ganga hratt til verka svo ekki fari illa. 

Olga Guðrún Árnadóttir

Olga Guðrún Árnadóttir (f. 1953) lauk stúdentsprófi frá MR og sneri sér síðan að tónmenntakennaranámi við Tónlistarskólann í Reykjavík, án þess þó að ljúka prófi. Hún hefur komið víða við síðan, en auk ritstarfa hefur hún samið og kennt tónlist, verið virk í stjórn- og verkalýðsmálum, kennt leiklist, sinnt dagskrárgerð á RÚV og sungið inn á plötur. Ein þeirra var sívinsæl barnaplata þeirra Ólags Hauks Símonarsonar Eniga meniga en á henni má finna lög eins og “Ég heyri svo vel”, “Það vantar spýtur” og titillagið “Eniga meniga”.

Fyrsta bók Olgu var Trilla, álfarnir og dvergurinn Túlli sem kom út 1972 og á eftir fylgdu Búrið, Vegurinn heim, Ævintýri á jólanótt og Peð á plánetunni Jörð, sem jafnframt er síðasta bók hennar. Sú var valin á heiðurslista alþjóðlegu IBBY-samtakanna. Einnig liggur eftir Olgu fjöldi útvarpsleikrita.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað