Vorið 2023 hófst tilraunaræktun á mat- og kryddjurtum hjá Bókasafni Kópavogs bæði á aðalsafni og Lindasafni sem hluti af sjálfbærnistefnu safnsins. Við fengum innblástur frá kollegum okkar á Norðurlöndunum, en hjá þeim kennir ýmissa grasa þegar kemur að ræktun mat- og kryddjurta. Við fórum hljóðlega af stað í þetta verkefni en nú höfum við öðlast meira sjálfstraust og kunnáttu og förum fullar eldmóðs inn í sumarið. Fylgist með okkur í matjurtabralli sumarsins.