Nýtnivika á Bókasafni Kópavogs

Nýtnivika verður á Bókasafni Kópavogs hefst í dag og stendur til 1. febrúar. Margt verður í boði sem snýr að endurnýtingu og sjálfbærni.

„Bókasafnið er hlutlaus staður og við höfum ávallt lagt upp með sjálfbærni og að vera vistvæn í okkar starfi. Það segir sig svolítið sjálft,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Lánþegar okkar fá efni að láni og skila svo aftur inn í hringrásina.“

Á undanförnum árum hefur safnið haldið ýmsa nýtni viðburði, t.d. fataskiptimarkaði, leikfangaskiptimarkaði, búningaskiptimarkaði o.fl. og hafa allir þessari markaðir og viðburðir tekist mjög vel. Lísa segir ánægjulegt að sjá að fólk sé að verða meðvitaðra um umhverfið og sjálfbærni og vill í auknu mæli taka þátt í hringrásinni. „Við vorum einnig svo lánsöm að vera fyrsta bókasafnið sem opnaði sjálfsafgreiðsluskápa Hringrásarsafnsins fyrir nokkrum árum og hefur því verið vel tekið“ bætir Lísa við að lokum.

Við hvetjum öll til að skoða spennandi dagskrá safnsins þessa viku því margt er í boði og huga að umhverfinu í leiðinni.

Dagskrá á nýtniviku

Fataskiptimarkaður

25. janúar – 1. febrúar
Komdu með gömul föt sem þú notar ekki lengur en geta nýst öðrum og taktu þér eitthvað annað í staðinn. Það má bæði skilja eftir og taka föt, án allra kvaða.

Reddingakaffi

Laugardaginn 25. janúar kl. 13-16
Reddingakaffi eru ókeypis fundarstaðir sem snúast um að gera við hluti (saman). Á bókasafninu verða 10 sjálfboðaliðar frá Hringrásarsetri Íslands sem aðstoða við viðgerðir á reiðhjólum, rafmagnstækjum, textíl / fötum og tækjum. Gestir koma með brotna hluti að heiman. Ásamt sérfræðingum hefja þeir viðgerðir sínar í Reddingakaffi.

Fatanýting

Þriðjudaginn 28. janúar kl. 17-18
Hvernig getum við endurnýtt og breytt gömlum fötum? Sigríður Tryggvadóttir mun í þessum fyrirlestri fræða okkur um sjálfbærni, hægtísku og endurnýtingu á fatnaði.

Matarnýting

Fimmtudaginn 30. janúar kl. 17-18
Viltu læra að nýta afganga og mat betur? Guðrún Sigurgeirsdóttir ætlar að kenna okkur um nýtingu matvæla og gefa okkur hugmyndir að því hvað við getum eldað úr ísskápnum og þannig hjálpa okkur að minnka matarsóun.

Viltu einfalda lífið með KonMari aðferðinni?

Fimmtudaginn 30. janúar kl. 18-19
Viltu taka til og skipuleggja lífið með KonMari aðferðinni? Lísa Z. Valdimarsdóttir fer yfir grunnhugmyndina að baki aðferðinni, hvernig við getum nýtt hana á heimilinu og lífinu og sýnt hvernig föt eru brotin saman með aðferðinni.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
apr
22
apr
30
ágú
22
apr
18:00

Jane Austen barsvar

Salurinn
23
apr
23
apr
16:00

Hananú!

Aðalsafn
24
apr
13:30

Ef ég væri grágæs | leiksýning

Aðalsafn | barnadeild
24
apr
12:15

Hádegisjazz FÍH | Sumarsveifla

Aðalsafn | 2. hæð
25
apr
11:00

Get together smiðja og opið hús

Aðalsafn | 1. hæð
28
apr
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
29
apr
29
apr
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
29
apr
15:00

Spilaklúbbur | 13-17 ára

Aðalsafn | 3. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað