Glæný viðbygging við Náttúrufræðistofu og Bókasafn Kópavogs

Á dögunum opnaði glæný viðbygging við Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Byggingin er nýstárleg, skortir reyndar alfarið veggi og þak, enda ætluð fyrir fiðraða gesti.

Margir eplakjarnar falla til á vikulegum Get together hittingum þar sem hælisleitendur og flóttafólk eru sérstaklega boðin velkomin í samstarfi við GETU hjálparsamtök. Til að styðja við hringrásarhagkerfið og fá fleiri fuglagesti á söfnin hafa bókasafnið og Náttúrufræðistofa opnað sérstakt rými fyrir fljúgandi gesti. Börnin úr Get together geta þá farið með afganga af eplunum sínum út og gefið smáfuglunum gott í gogginn.

,,Við erum mjög ánægð að geta gert eitthvað fyrir minnstu gestina okkar, smáfuglana. Á bókasafninu eru til heilmargar bækur um fugla; skáldsögur, ævintýri, ljóðabækur jafnt sem fræðibækur, sem fjölskyldur geta notið þess að lesa saman og kynnst þannig betur þessum heillandi dýrum,“ segir Eyrún Ósk Jónsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða á bókasafninu.

Það voru vaskir og útsjónarsamir starfsmenn menningarhúsana sem hönnuðu nýja rýmið.  

,,Það er gaman að geta nýtt góða afganga fyrir fuglana sem annars fara kannski bara í urðun,“ segir Hlynur Steinsson líffræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs. „Margt af því sem að okkur finnst sjálfum vera rusl getur verið hágæða fuglafóður. Sumir spörfuglar reiða sig á matargjafir frá mennskum samborgurum sínum yfir köldustu mánuði ársins.“

Helstu fuglar sem sækja í garða á höfuðborgarsvæðinu eru skógarþrestir, svartþrestir, starar og auðnutittlingar. Sjaldséðari gestir eru svo krossnefur og silkitoppa.

Það eru nokkur atriði sem er ágætt að hafa í huga við fuglafóðrun

Það getur verið gott að vera bara með einn dall eða skál í eldhúsinu sem að maður safnar ætilegum bitum og afgöngum. Síðan tæmir maður bara úr dallinum úti í garði þegar hann fyllist. Flest öllu má safna og gefa fuglum. Það eina sem þarf að passa er að það sé ekki of salt, ekki of myglað og ekki avókadó. Dæmi um afganga sem er gott að safna eru:

  • Epli
  • Hafragrautur
  • Brauðbitar og mylsna (fjölkorna brauð er best)
  • Hrísgrjón
  • Feiti og tólg
  • Rúsínur

Einnig er gott að huga að sjálfum fóðurstaðnum. Best er að gefa á lítinn pall, hús eða stauk sem er uppi í tré þar sem kettir ná ekki auðveldlega til fuglanna.

Smáfuglar eru svo líklegri til að heimsækja garða þar sem eru runnar og tré. Þrestir sækja auðvitað sérstaklega í reynitré á haustin. Auðnutittlingar borða mikið af birkifræjum á haustin og vorin. Laufhrúgur hafa að geyma mikið af skordýrum og öðrum hryggleysingjum sem fuglum þykir hið mesta hnossgæti. Villtir garðar eru oftast góðir fuglagarðar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
okt
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
16
okt
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
17
okt
11:00

Get together

Aðalsafn
18
okt
13:00

Mexíkósmiðja

Lindasafn
18
okt
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
20
okt
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
21
okt
22
okt
10:30

Heimildamyndasýning

Aðalsafn | Tilraunastofa 1. hæð
22
okt
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
okt
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
22
okt
15:30

ChatGPT námskeið | FULLBÓKAÐ

Aðalsafn | Huldustofa
23
okt

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað