Bæjarlistamaður Kópavogs 2019

Ragna Fróðadóttir

Textíllistakona

Ragna Fróðadóttir er fædd árið 1970. Hún hefur hefur verið búsett í Kópavogi um árabil verið langdvölum erlendis á því tímabili.

Textílhönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Ragna Fróðadóttur vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar. Hún lærði fata- og textílhönnun í París á árunum 1992-1995 og nam síðan við textíldeild Myndlista- og Handíðaskólann í Reykjavík 1996-1998. Ragna býr yfir víðtækri reynslu úr myndlistar- og hönnunarheiminum. Ragna hefur starfað sem deildarstjóri textíldeildar Myndlistaskólans í Reykjavík. Einnig hefur hún verið að kenna sjónræna rannsóknarvinnu og Trend Forecasting við fatahönnunardeild LHÍ og textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. 2008-2015 bjó Ragna að stærstum hluta til í New York borg þar sem hún vann fyrir Lidewij Edelkoort, einn þekktasta futurista hönnunarheimsins. Hún starfaði þar sem ráðgjafi og verkefnastjóri, ásamt því að reka Bandaríkjadeild Trend Union – fyrirtæki Lidewij Edelkoort. Á árunum 2012-2014 bjó Ragna einnig í Berlín og skipti tíma sínum á milli NYC og Berlín.

Þar var hún meðal annars sýningarstjóri hönnunar- og listsýningarinnar Tölt-Inspiration Islandspferd. Það var viðamikið sýningar verkefni á vegum Sendiráðs Íslands sem var sett upp í tengslum við Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín 2013. Sýningin var síðar sett upp víðar sem farandsýning – meðal annars í Norræna húsinu í Reykjavík. Í tæp 10 ár rak Ragna eigin vinnustofu og verslun í miðbæ Reykjavíkur og hannaði fatalínu undir nafninu Path of Love Design. Á þeim tíma tók hún þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis og hannaði fatalínur og textíl fyrir einstaklinga og hópa. Ragna hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur bæði á Íslandi, í New York og Þýskalandi. Nýverið skipulagði hún ráðstefnuna Arfleifð mætir framtíð, í tengslum við fund Norrænu textílsamtakanna – NTA – á Íslandi. Ráðstefnan var styrkt af Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond og var jafnframt hluti af dagskrá Hönnunarmars 2019.

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað