Bæjarlistamaður Kópavogs 2017

Sigtryggur Baldursson

Tónlistarmaður

Sigtryggur Baldursson hefur verið virkur tónlistarmaður til margra ára, allt frá níunda áratug síðustu aldar þegar hann byrjaði að leika í hljómsveitum eins og Þeyr og síðar Kukl. Þar kynntist hann nokkrum tónlistarmönnum sem síðar  spiluðu með honum í Sykurmolunum en hljómsveitin var sú fyrsta sem starfaði alþjóðlega og gerði útgáfusamninga um allan heim.

Hann stofnaði Bogomil og Milljónamæringana árið 1992 en flutti utan árið 1993 þar sem hann starfaði að ýmsu tónlistartengdu næstu 10 árin í Bandaríkjunum og Hollandi.
 
Eftir að hann flutti aftur heim til Íslands hefur hann starfað að ýmsum verkefnum innan tónlistargeirans og gegnt trúnaðarstörfum í ráðum og nefndum, bæði á innlendum og norrænum vettvangi.

Síðustu árin hefur hann einnig unnið að sjónvarpsþáttagerð um íslenska tónlist, þættirnir nefnast Hljómskálinn og hafa hlotið tvenn Eddu verðlaun. Hann spilar einnig með ýmsum tónlistarmönnum svo sem Emilíönu Torrini, Tomasi R. Einarssyni og fleirum.
 
Sigtryggur gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra hjá ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner