Lindasafn býður í skapandi fjölskyldustund, þar sem við ætlum að skreyta taupoka með alls kyns litríkum kartöflustimplum.
Allt efni á staðnum og öll velkomin með húsrúm leyfir.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.