31. okt 12:15 – 12:45

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Á þessum hádegistónleikum koma fram þau Villi Ósk, Rósalind Sigurðardóttir og Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Ósk Vilhjálms, eða Villi Ósk eins og hán er jafnan kallað, hefur verið að syngja opinberlega í kórum, leikhúsum, sem einsöngvari og bakrödd, allt frá grunnskólaaldri. Villi Ósk leggur nú stund á nám rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH, þar sem hán dýpkar skilning sinn á tónlist og söng, og leggur þar aðaláherslu á jazzsöng. Meðal stærri verkefna háns síðustu ár var þátttaka í sýningunni “Góða ferð inn í gömul sár” í Borgarleikúsinu, bakrödd í Söngvakeppni sjónvarpsins og í Eurovision, leikari í sjónvarpsþáttunum “Flamingo Bar” sem dragdrottningin Suzy, að ógleymdu tónleikaröðinni “Hinsegin jazz”, þar sem hinsegin tónskáldum og flytjendum er fagnað.

**

Rósalind Sigurðardóttir stundaði í bernsku nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, lærði þar á píanó og fiðlu. Söngurinn heillaði alltaf mest en það var ekki fyrr en í kringum fertugt að hún fór að eltast við þann gamla draum. Rósalind hefur lokið grunn- og framhaldsnámskeiði í Complete Vocal Technique og stundar nú miðnám í rytmískum söng við Tónlistarskóla  FÍH.

Rósalind vann í tæp tuttugu ár á verkfræðistofu en ákvað í byrjun árs breyta til og starfar nú í iðjuþjálfun á Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt því er hún söngkona í kvennabandinu Frænkurnar og syngur í Kór Lindakirkju.

**

Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir byrjaði að syngja í barnakór Bústaðakirkju 5 ára gömul og lærði einnig á fiðlu í bærnæsku. Hún hefur sungið í ýmsum kórum meðal annars Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og Gospelkór Jóns Vídalíns.

Hún er útskrifaður sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og hefur síðustu ár lagt stund á söngnám við Tónlistarskóla FÍH og hóf nám á framhaldsstigi síðasta haust. Hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi í rytmískum söng vorið 2026.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
13
jan
12:00

Slökunarjóga

Aðalsafn
14
jan
15
jan
16
jan
17
jan
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað