28. nóv 12:15 – 12:45

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Á þessum tónleikum koma fram Agnes Sólmundsdóttir, Bríet Vagna og Guðrún Ösp sem allar stunda nám við Tónlistarskóla FÍH.

Nánar:

Agnes Sólmundsdóttir er 27 ára gömul söngkona og lagahöfundur frá Þingeyri í Dýrafirði. Hún hefur alla tíð verið umlukin tónlist og stundaði tónlistarnám á fiðlu og píanó sem barn. Síðan 2022 hefur hún stundað nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH þar sem hún hefur heillast mikið af djasstónlist og stefnir á miðpróf í lok nóvember. Hún hefur tekið þátt í ýmsum stórum verkefnum sem bakraddasöngkona og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum með Gospelkór Jóns Vídalíns. Þar að auki hefur Agnes sungið inn á ýmsar plötur, bæði einsöng og bakraddir. Í fyrra gaf hljómsveitin hennar, Áralía, út sitt fyrsta lag og má búast við meira efni frá þeim á næstu misserum.

Bríet Vagna er vestfisk söngkona sem stundar nám við Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur verið að koma fram á hinum ýmsu sviðum allt frá grunnskólaaldri. Bríet hóf gítar og söngnám við tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2017 en fluttist til Reykjavíkur árið 2021 til að hefja nám við tónlistarskóla FÍH. Nú er hún á framhaldsstigi í rythmískum söng og stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2026.

Guðrún Ösp stundar nám í rytmískum söng við tónlistarskóla FÍH. Það má segja að hún hafi lært að syngja áður en hún lærði að tala og það hefur alltaf verið stutt í sönginn hjá henni. Hún hefur sungið með Blikum – Kvennakór Kópavogs síðastliðinn sjö ár og þar kviknaði aftur gamall draumur um að læra söng. Úr varð að hún sótti um í Tónlistarskóla FÍH þar sem hún hefur lært söng í þrjú ár. Guðrún Ösp lærði mannauðsstjórnun og vinnusálfræði í HR og starfar hún sem mannauðsráðgjafi hjá Háskóla Íslands.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
des
12:00

Sögustund á úkraínsku

Aðalsafn
03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað