30. jan 12:15 – 12:45

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn

Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Söngvarar eru Agnes Sólmundsdóttir, Áróra Friðriksdóttir og Rósalind Sigurðardóttir og Vignir Þór Stefánsson sér um undirleik á píanó. Þemað í þetta sinn verður Íslenskur Jazz.

Nánar:

Agnes Sólmundsdóttir er 27 ára gömul söngkona frá Þingeyri í Dýrafirði. Hún hefur alla tíð verið umlukin tónlist og stundaði tónlistarnám á fiðlu og píanó sem barn.  Síðan 2022 hefur hún stundað nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH og er nú á framhaldsstigi. Hún hefur unnið í fjölmörgum verkefnum sem bakraddasöngkona, t.a.m í þáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 o.fl. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum verkefnum með Gospelkór Jóns Vídalíns en þar hefur hún verið meðlimur síðan 2017.
——-
Áróra Friðriksdóttir stundar söngnám á miðstigi við Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur alltaf haft ánægju og yndi af tónlist og hóf að syngja í barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju aðeins fjögurra ára gömul. Auk þess stundaði hún bæði klassískt og rytmískt píanónám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan miðprófi í klassískum píanóleik. Áróra hóf nám í rytmískum söng árið 2022 og stefnir á að ljúka miðprófi í vor.
——-
Rósalind Sigurðardóttir stundaði í bernsku nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, lærði þar á píanó og fiðlu. Söngurinn heillaði alltaf mest en það var ekki fyrr en í kringum fertugt að hún fór að eltast við þann gamla draum. Rósalind hefur lokið grunn- og framhaldsnámskeiði í Complete Vocal Technique og stundar nú miðnám í rytmískum söng við Tónlistarskóla  FÍH.
Rósalind er söngkona í kvennabandinu Frænkurnar og syngur í Kór Lindakirkju.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
jan
25
jan
08:00

Ljóðaandrými

Beckmannstofa á aðalsafni
22
jan
22
jan
22
jan
17:00

Skáldin lesa

Aðalsafn
23
jan
19:30

Jane Austen klúbbur

Aðalsafn
24
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
25
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
25
jan
01
feb
11:00

Fataskiptimarkaður

Aðalsafn
25
jan
13:00

Reddingakaffi

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað