22. okt 20:00 – 21:00

Haltu mér – slepptu mér: karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmenna

Aðalsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi.

Karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmenna
Þorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, fjallar um skaðlegar karlmennskuhugmyndir, orðræðu ungmenna og hvernig er hægt að skapa og styðja við jákvæða karlmennsku.

Þorsteinn V. Einarsson – kynjafræðingur og kennari
Þorsteinn er með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum með kennsluréttindi og M.A. í kynjafræði. Hann starfar við fyrirlestra- og námskeiðahald í jafnréttismálum fyrir vinnustaði, foreldrahópa og í grunn- og framhaldsskólum. Samhliða miðlar hann fræðsluefni á samfélagsmiðlum í nánu samstarfi við Huldu Tölgyes.

Önnur erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við kvíða, miðlalæsi og lestrarvenjur ungmenna.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

24. september 2024, kl. 20:00
Miðlalæsi: Algóritminn sem elur mig upp
Sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands, Skúli Bragi Geirdal, heldur erindi um miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun ungmenna. Skúli fer yfir þau atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum. Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu.

12. nóvember 2024 kl. 20:00
Kvíði ungmenna
Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, ræðir um einkenni kvíða, hvað hægt er að gera til að aðstoða ungmenni með kvíða og forvarnir gegn honum.

3. desember 2024 kl. 20:00
Bókaval og lestrarvenjur ungmenna
Jón Geir Jóhannsson, sérfræðingur frá Nexus, ræðir við foreldra um bækur fyrir ungmenni, val á bókum og mikilvægi þess að ungmenni fái og finni bækur sem vekja áhuga þeirra og eru við hæfi.

Deildu þessum viðburði

07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
des
04
des
05
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
05
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað