Hrekkjavakan er rétt handan við hornið og verður því boðið upp á skemmtilega hrekkjuvökusmiðju á Lindasafni.
Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og öll velkomin.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Viðburðir eru haldnir á víxl á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum.