Á fundinum 2. nóvember tökum við fyrir bókina Gift eftir Tove Ditlefsen.
Tove Ditlevsen (1917-1976) var einn merkari höfunda Dana á síðustu öld. Hún var elskuð af lesendum og hlaut fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún fékk líka stundum harða útreið hjá gagnrýnendum sem margir töldu hana of opinskáa um einkalíf sitt. Verk Tove Ditlevsen þykja gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld. Gift er heiðarleg og átakanleg frásögn og höfundurinn hlífir sjálfri sér hvergi.
Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.
Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!
Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
Hjartanlega velkomnar!