Ingibjörg Pálmadóttir lestrarfræðingur og kennsluráðgjafi grunnskóladeildar mun fjalla um lestur og áhrif lesturs á þroska barna.
Hvenær á að byrja að lesa fyrir börn?
Foreldramorgunninn fer fram í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.