Garg útgáfa, í samstarfi við bókmenntahátíðina Queer Situations, opnar hinsegin bókasafnið Loud Cows: A Queer Library á Bókasafni Kópavogs.
Garg leitaði til almennings eftir hinsegin efni sem ekki væri venjulega að finna á hefðbundnum bókasöfnum. Fólk gat skilað inn bók, ástarbréfi, ritgerð, nemendaverkefni eða hverju sem því þótti eiga heima á hinsegin bókasafni. Efnið sem barst inn var svo til sýnis á Queer Situations á meðan hátíðinni stóð. Sýningin stendur yfir á 2. hæð aðalsafnsins frá 28. ágúst til 4. september og er öllum opin.