19. ágú 13:00 – 15:00

Ofurhetju-origami

Aðalsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Komdu og föndraðu ofurhetju origami-bókamerki.

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Smiðjan verður haldin á fyrstu hæð safnsins.

Umhverfisofurhetjan

Sumarið er tileinkað ofurhetjum á Bókasafni Kóapvogs og Náttúrufræðistofu.

Umhverfisofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningarskjal um að þau séu umhverfisofurhetjur.

Einnig fá þau fræ í verðlaun sem þau geta gróðursett heima. Verkefnið mun svo standa fram á haust.

Hægt er að velja 5 af eftirfarandi atriðum, sum þeirra eru verkefni sem öll fjölskyldan vinnur saman, og sum eru árstíðarbundin.

Þegar barnið hefur klárað 5 verkefni getur það komið á safnið og fengið skjalið og verðlaunin afhent annað hvort í barnadeild eða hjá starfsmanni náttúrufræðistofu:

1. Taka bók á bókasafninu um náttúruna og náttúruvísindi t.d. dýr, gróður, himingeiminn og lesa heima eða fá einhvern til að lesa fyrir sig.
2. Skoða vandlega náttúrufræðisýninguna í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
3. Fara með einhverjum fullorðnum á endurvinnslustöð eða í grenndargám með flokkað rusl og efni.
4. Plokka, fara með einhverjum fullorðnum og týna upp rusl úr náttúrunni. (Athuga að vera með hanska, og fara varlega og rólega í verkefnið og ræða fyrir fram um að passa sig að taka ekki upp neitt oddhvasst eins og nálar og glerbrot).
5. Fá fjölskylduna sína til að elda eina máltíð úr frystinum.
6. Borða afganga.
7. Fá fjölskylduna til að elda eina grænmetismáltíð (kjöt og fiskvinnsla skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor, og það að borða einu sinni í viku grænmetismáltíð er mjög gott fyrir umhverfið)
8. Velja að gefa fremur upplifun eða notaða gjöf í afmælis- eða tækifærisgjöf. Taka virkan þátt í hringrásarhagkerfinu, gefa, selja eða kaupa notaða hluti frekar en nýja.
9. Labba einu sinni eitthvert sem þið farið venjulega á bíl.
10. Búa til pödduhótel í garðinum.
11. Leyfa túnfíflunum að vera í garðinum (ekki tína þá, ekki slá þá) en þeir eru nauðsynleg næring fyrir fyrstu skordýrin á vorin.
12. Planta birkitré (birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni og birkiskógar eru fjölbreytt vistkerfi þar sem fjöldi lífvera lifir í samlífi hver við aðra.)
13. Umhverfisverkefni að eigin vali

Deildu þessum viðburði

17
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
24
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
01
des
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
08
des
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
15
des
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
12
nóv
12
nóv
16:30

Myndgreining

Aðalsafn | Tilraunastofa 1. hæð
13
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
13
nóv
10:00

Krílafjör tónlistartími | Foreldramorgunn

Aðalsafn | barnadeild
14
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
15
nóv
13:00

Luktasmiðja

Aðalsafn | 1. hæð
15
nóv
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
15
nóv
14:00

Jólapeysusmiðja með Ýrúrarí

Aðalsafn | Huldustofa

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað