20. okt 16:00 – 18:00

Opnun á List án landamæra

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks.

Fimmtudaginn 20. október verður opnun þriggja myndlistarsýninga á listahátíðinni List án landamæra.

Dagskráin hefts kl. 16:00 í fordyri Salarins með ræðuhöldum og tónlistaratriði og verður boðið upp á veitingar og fögnuð til kl. 18:00.

FÖR EFTIR FERÐ / TRACES FROM A TRIP Á GERÐARSAFNI

Íslenskt og tékkneskt listafólk sem hefur heimsótt hvort annað fram og til baka sýnir verk innblásin af kynnum þeirra.

Sýningin stendur til 27. nóvember.

ORÐ Í BELG Á BÓKASAFNI KÓPAVOGS

Á þessari sýningu verða örsögur og ljóð sýnd samhliða myndlist sem er á einhvern hátt undir áhrifum bókmennta, texta eða karaktersköpunar.

Sýningin stendur til 17. nóvember.

VÆNGHAF Á NÁTTÚRUFRÆÐISTOFU KÓPAVOGS

Innan um safnmuni Náttúrufræðistofu leynast listaverk sem tengjast dýrum, jurtum eða jarðfræði.

Sýningin stendur til 17. nóvember.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. List án landamæra efnir til samstarfs á milli listafólks og er vettvangur fyrir öll listform.

Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. Æ fleiri verða meðvituð um gildi hátíðarinnar í samfélaginu. Með því að skapa vettvang skapast tækifæri og leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir. Með því að leiða saman ólíka hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Hátíðin hefur stuðlað að samstarfi á milli ólíkra hópa og m.a. verið í samstarfi við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk. Hátíðin hefur einnig stuðlað að umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum og list fatlaðra, m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið. List án landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns við list ófatlaðs listafólks.

List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2009 og var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011. Árið 2012 fékk List án landamæra Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí
08
maí
14
maí
15
maí
15
maí
16:30

Rabbað um erfðamál

Aðalsafn
16
maí
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

Aðalsafn
27
maí
01
jún
08:00

Plöntuskiptimarkaður

Aðalsafn
03
jún
08
jún
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
01
júl
06
júl
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Uppstigningardagur
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Uppstigningardagur
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Uppstigningardagur
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Uppstigningardagur
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner