Í tilefni hrekkjavökunnar framundan verður boðið upp á fjöruga smiðju á Lindasafni þar sem leðurblökur, köngulær, draugar, ógurleg grasker og skrímsli fá að svífa um loftin blá. Allur efniviður á staðnum og hægt verður að taka óróann með sér heim að smiðju lokinni.
Smiðjan er tilvalin fyrir börn og fjölskyldur. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.