Leðurblökusmiðja

Við erum komin í hrekkjavökugírinn á bókasafninu og ætlum því að vera með leðurblökusmiðju í haustfríinu þar sem krakkar geta komið og búið til sín eigin leðurblöku bókamerki á Bókasafninu og lært allt um leðurblökur á skemmtilegri fræðslu frá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Hrekkjavökuperl

Í haustfríinu ætlum við að bjóða upp á hrekkjavökuperl á bókasafninu. Notalegt andrúmsloft og öll velkomin.
Skiptimarkaður fyrir hrekkjavökubúninga

Verið velkomin á búningaskiptimarkað á hrekkjavökunni! Á aðalsafni verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í öllum stærðum og gerðum. Gefðu gömlum búningum framhaldslíf og/eða taktu með þér annan í staðinn.
Skrímslasmiðja

Komdu og teiknaðu íslensku skrímslin og hjálpaðu okkur að skreyta barnadeildina fyrir Hrekkjavökuna. Í aðdragandanum að Hrekkjavökunni bjóðum við krökkum að koma og teikna fyrir okkur skrímslin úr íslensku þjóðsögunum. Getur þú teiknað hræðilega skrímslahvalinn Rauðhöfða? Eða skelfilegan útburð? Skoffín eða Skuggabaldur? Endilega kíktu í smiðju hornið og kynntu þér fróðleik um íslensku skrímslin og […]
Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð

Venesúelsk þjóðlagatónlist á selló og quatro Dúettinn Galaxia Paraíso skipa tónlistarfólkið Algleidy Zerpa Canas og Alfredo Flores frá Venesúela. Þau eru búsett á Íslandi þar sem þau starfa að tónlist samhliða verkefnum tengdum kennslu og starfi með börnum og ungmennum. Algleidy spilar á selló, en Alfredo leikur á lítið strengjahljóðfæri upprunnið í Suður Ameríku sem […]
Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð

Elham flytur okkur persneska tóna í tónleikaröð á Bókasafni Kópavogs sem tileinkuð er heimstónlist. Tónleikaröðin er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus. Frítt inn og öll velkomin með húsrúm leyfir. Elham Fakouri (hún/hennar) er persnesk tónlistarkona sem býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu úr Sköpun, miðlun […]
Haltu mér – slepptu mér: lestur og bókaval ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Lestur og bókaval ungmennaJón Geir Jóhannsson, sérfræðingur frá Nexus, ræðir við foreldra um lestur og bókaval unglinga eins og það birtist þeim í Nexus. Hvað eru […]
Haltu mér – slepptu mér: kvíði ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Kvíði ungmennaBerglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, ræðir um einkenni kvíða, hvað hægt er að gera til að aðstoða ungmenni með kvíða og forvarnir gegn honum. Berglind […]
Haltu mér – slepptu mér: karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmennaÞorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, fjallar um skaðlegar karlmennskuhugmyndir, orðræðu ungmenna og hvernig er hægt að skapa og styðja við jákvæða karlmennsku. […]
Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt

Leikhópurinn Óhemjur kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs á aðventunni með jólasýninguna „Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt“. Nátttröllið Yrsa sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini. Hún tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa hann inni í helli sínum svo hún hafi […]
Fjölskyldustund | kartöflustimplun

Lindasafn býður í skapandi fjölskyldustund, þar sem við ætlum að skreyta taupoka með alls kyns litríkum kartöflustimplum. Allt efni á staðnum og öll velkomin með húsrúm leyfir. Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Sófaspjall um andleg mál og fordóma

Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim. Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hverjir eru fordómar okkar og hvernig vinnum við með þá?-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir […]