Kjalar tekur lagið
Tónlistarmaðurinn og Idol-keppandinn Kjalar Martinsson Kollmar syngur gamlar perlur fyrir gesti eins og honum einum er lagið á 2. hæð. Viðburðurinn er liður í afmælisdagskrá Bókasafns Kópavogs en safnið verður 70 ára þann 15. mars. Hlökkum til að sjá ykkur!
Fab Lab á Lindasafni
Komdu með þína eigin flík og skreyttu með eigin listaverkum.
12 mílur klukkan 12
Aldarminning Gísla J. Ástþórssonar, blaðamanns, teiknara og höfundar myndasagnanna um Siggu Viggu.
Silent Diskó
Bókasafnið breytist í fjörugan og hljóðlátan næturklúbb á Safnanótt þegar boðið verður upp á Silent diskó á annarri hæð safnsins en Silent diskó er frábær leið til að upplifa tónlist og rými á glænýjan hátt. Plötusnúður þeytir skífum sem þú færð beint í eyrað í gegnum þráðlaus heyrnartól sem verða á staðnum. Sáraeinfalt er að […]
Blöðrudýrasmiðja
Á Safnanótt mæta uppátækjasamir og fjörugir blöðrulistamenn á Bókasafn Kópavogs og kenna krökkum og fjölskyldum þeirra að búa til litskrúðug blöðrudýr og geggjaða blöðruhatta. Smiðjan fer fram á 3. hæð og stendur yfir frá klukkan 20 – 21. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Balloon workshop in Kópavogur Main Library where […]
Sigríður Hagalín og Jón Kalman
Lestur og bókaspjall á Safnanótt.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands
Upplifið undur vísindanna á Safnanótt.
Íslenskar lækningajurtir
Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, segir frá algengum íslenskum drykkjar- og lækningajurtum og leiðbeinir um söfnun þeirra, verkun og notkun. Hann veitir jafnframt tilsögn í að útbúa jurtate, grasaseyði og hvannasúpu og veitir innsýn í þróun og sögu grasalækninga og nýjar rannsóknir sem styðja reynslu forfeðranna. Stiklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og […]
Ræktun krydd- og matjurta
Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um sáningu og ræktun algengra og auðræktanlegra krydd- og matjurta. Sagt er frá mismunandi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri. Fjallað verður um ferlið frá sáningu að neyslu […]
Ljóð ungra Kópavogsbúa
Sýning á Dögum ljóðsins í Kópavogi á ljóðum sem bárust í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands
Skemmtileg og fróðleg fjölskyldustund.
Origamismiðja á þjóðhátíðardegi Japans
Með einu pappírsbroti opnast endalausir möguleikar. Viltu búa til flugvél, bát, blóm eða dýr – það er allt hægt með einu blaði! Í þessari smiðju lærum við grunnbrot í japönsku pappírsbroti, origami, og spreytum okkur á að brjóta nokkra einfalda hluti, en ljúkum svo smiðjunni með því að brjóta pappírströnu. Boðið verður upp á pappír […]