23. sep 12:00 – 14:00

Rappsmiðja Reykjavíkurdætra

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Spennandi og skemmtileg rappsmiðja með Reykjavíkurdætrum fyrir 9 – 12 ára krakka (4. – 7. bekk). Leiðbeinendur eru Ragga Holm og Steinunn Jónsdóttir í Reykjavíkurdætrum en báðar eru þær þaulvanar smiðjustýrur.

Í rappsmiðjunni búa krakkarnir til og rappa sína eigin texta, læra um inntak og flæði og flytja lögin sín fyrir hvert annað.

Aðgangur er ókeypis en takmörkuð pláss í boði og skráning er því nauðsynleg. Vinsamlegast sendið póst á Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, verkefnastjóra fræðslu og miðlunar hjá eyrun.osk@kopavogur.is til að skrá þátttakanda til leiks.

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Ragga Holm er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur gegnt starfi aðstoðarforstöðumanns á frístundaheimili og félagsmiðstöð auk þess sem hún hefur haldið margs konar námskeið fyrir grunnskólabörn, unglingadeildir og menntaskóla. Ragga starfar nú sem útvarpskona á Kissfm 104.5 og hefur verið plötusnúður og rappari í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum frá árinu 2017. Árið 2018 gaf Ragga einnig út sólóplötuna Bipolar sem hlaut góðar viðtökur.

Steinunn Jónsdóttir stundaði nám í klassískum söng og víóluleik á sínum yngri árum samhliða krefjandi dansnámi í Listdansskóla Íslands. Hún hefur starfað sem tónlistarkona og danskennari frá árinu 2011. Steinunn er einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Amabadama og fyrir texta sína á plötunni Heyrðu mig nú var hún tilnefnd textahöfundur ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2014/2015. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og því að kenna bæði framkomu og textasmíð.

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur kom eins og stormsveipur inn í íslenskt menningarlíf fyrir um áratug og vakti strax mikla athygli fyrir hispurslausa texta, óheflaða framkomu og sérstöðu sína sem hópur kvenna í íslenskri rappsenu. Frá árinu 2013 hefur hljómsveitin komið fram í yfir 20 löndum, spilað á öllum helstu hátíðum og viðburðum hérlendis og unnið til fjölda verðlauna, en má þá helst nefna hin virtu MME verðlaun á Eurosonic og viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2019. 

Hljómsveitin hefur síðustu fjögur árin stefnt fleyi sínu á erlend mið en stimplaði sig rækilega inn að nýju í íslenskt tónlistarlíf með þátttöku sinni í Söngvakeppninni 2022. 

Dæturnar hafa á sínum starfsferli gefið út þrjár plötur og fjölda smáskífa auk þess sem þær hafa staðið fyrir námskeiðum í textasmíði og rappi fyrir börn og haldið fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis. Meðlimir sveitarinnar eru átta.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

10
maí
13:00

Tröllasmiðja

Aðalsafn | 1. hæð
10
maí
15:00

Töfraloftbelgurinn

Aðalsafn | 1. hæð
11
maí
13:00

Sungið fyrir dýrin

Aðalsafn
11
maí
11
maí
16:00

Rauðhetta

Aðalsafn | 1. hæð
11
maí
12:00

Sögustund | Börn lesa fyrir börn

Aðalsafn | 1. hæð
12
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
13
maí
14
maí

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað