Emil B. Karlson verður gestur okkar á bókasafninu miðvikudaginn 12. mars, kl. 17:00.
Í Sjávarföllum ritar Emil ótrúlega áhugaverða sögu fjölskyldu sinnar. Þar kemur við sögu arfgeng heilablæðing sem felldi marga einstaklinga – allt fólk í blóma lífsins. Sögusviðið er meðal annars Vestfirðir og Breiðarfjarðaeyjar. Þetta er saga um líf fólks sem lifði þétt saman á hrjóstrugum eyjum Breiðafjarðar og í einangruðum sveitum Vestfjarða. Fólk sem lifði af því sem landið og sjórinn gaf. Lífið í höfuðstaðnum og víðar um landið kemur við sögu þegar fram líður.
Hér er fjölskyldusaga ættar þar sem arfgeng heilablæðing tók sig upp þegar komið var fram á tuttugustu öld. Ættardraugur sem felldi fjölmarga einstaklinga í þremur ættliðum – allt fólk í blóma lífsins. Sagan segir frá upplausn fjölskyldna og afleiðingum sem ættarmeinið olli.
Frítt inn og öll velkomin.